Skólabraut 3 270 Mosfellsbær
Skólabraut 3 , 270 Mosfellsbær
74.900.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 193 m2
HERBERGI 6 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1964 50.970.000 59.400.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 193 m2
HERBERGI 6 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1964 50.970.000 59.400.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

EINBÝLISHÚS MEÐ AUKAÍBÚÐ OG BÍLSKÚR.

Skólabraut 3, Mosfellsbæ.

193,5 fm. einbýlishús, þar af 31,5 fm. bílskúr.  

Komið er inn í bíslag með leðurflísum á gólfi og fatahengi.  Alrými með leðruflísum á gólfi.
Eldhús með korkparketi á gólfi, snyrtileg hvít eldhúsinnrétting með ofn og uppþvottavél í vinnuhæð.  Flísar milli efri og neðri skápa.
Stofa, rúmgóð með korkparket á gólfi og útgengt á stóran pall. 
Sjónvarpskrókur, með korkparket á gólfi.  Áður var þar barnaherbergi og möguleiki að breyta því aftur í herbergi.
Herbergisgangur með korkparketi á gólfi.
Hjónaherbergi, með parket á gólfi og stórum skáp.
Tvö barnaherbergi, eitt inn af hinu. Möguleiki að sameina herbergin í eitt stórt herbergi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og upphengdu salerni.
Þvottahús, flísalagt með góðri innréttingu.  Útgengt úr þvottahúsi á þakið á bílskúrnum sem hefur verið girt af.
Garður, er í góðri rækt og stór skjólgóður suðurpallur.  Stór hænsnakofi í garðinum með fjórum líflegum hænum. 
Einangraður geymsluskúr í garði.

Aukaíbúð með sérinngang:
Korkur á gólfi, eitt svefnherbergi er þar í dag, en möguleiki að stúka annað svefnherbergi af í stofu.
Stofa með kork á gólfi.
Eldhús með hvítri innréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa.
Baðherbergi, nýlega uppgert, flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni og rúmgóð flísalögð sturta.
Geymsla við hliðina á inngangi, þar er tengi fyrir þvottavél

Bílskúr er tengdur við húsið.  Laga þarf bílskúrinn að innan, og er hann nánast fokheldur.

Skipt var um þak og þakkant á húsinu fyrir tveimur árum.  Húsið er staðsteypt og hefur verið steníklætt að utan.  Skipt hefur verið um megnið af gleri í húsinu.  Nýlegt rafmagnsinntak í húsinu.


Vel skipulagt einbýlishús á góðum stað í Mosfellsbæ, stutt í alla þjónustu, skóla, íþróttaaðstöðu og búðir.

Smelltu hér til að opna söluyfirlit

Allar nánari upplýsingar veita:
Rúnar Þór Árnason - [email protected], eða í síma 7755 805
Knútur Bjarnason - [email protected], eða í síma 7755 800

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.