Helgafell fasteignasala og Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali kynna einbýlishús með bílskúr og aukaíbúð á einstökum stað í Grafarvoginum. Eignin er neðst í upphituðum botnlanga með óskertu útsýni. Tvö fastanúmer og telur alls 435,2 fm. Eign sem vert er að skoða!
**BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ LINDU Í S. 868-7048**Nánari lýsing á eigninni sem er 290 fm og með bílskúr:Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa og borðstofa er björt og rúmgóð með arinn og parketi á gólfi. Gengið út á suður svalir þar sem er óskert útsýni.
Eldhús með góðri innréttingu, eldhúseyju, tengi fyrir uppþvottavél og flísum á gólfi.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er stórt með fataherbergi og parketi á gólfi. Gengið út á suður svalir og útá timburverönd með heitum potti.
Tvö svefnherbergi eru á efri hæð með parketi á gólfi, annað með fataskáp.
Baðherbergi er með fínni innréttingu, góðum skápum, baðkari, upphengdu salerni, handklæðaofni, glugga, flísar í hólf og gólf.
Stórt svefnherbergi er á neðri hæð með fataskáp og parketi á gólfi.
Gesta snyrting er á neðri hæð með sturtu og flísum á gólfi.
Stórt gluggalaust herbergi er einnig niðri og þar er leyfi til að grafa niður fyrir glugga ef fólk vill.
Þvottahús er innaf eldhúsi. Fínar innréttingar, þvottavél/þurrkari í vinnuhæð og hurð út. Gengið er í bílskúrinn frá þvottahúsi.
Bílskúrinn er bjartur og 37 fm.
Nánari lýsing af íbúð á neðri hæð sem er 144,6fm: Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa og borðstofa er björt og rúmgóð með parketi á gólfi.
Eldhús með fínni innréttingu, borðkrók, tengi fyrir uppþvottavél og flísum á gólfi.
Sólstofa er útfrá stofu og með parketi á gólfi. Hægt að ganga út á verönd.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Svefnherbergi er stórt með fataherbergi. Möguleiki á að breyta í tvö svefnherbergi.
Baðherbergi er stórt, mikið skápapláss, hornbaðkar með sturtuaðstöðu, tengi fyrir þvottavél og flísar í hólf og gólf.
Svefnherbergi/geymsla með fataskáp, gluggalaust og með parketi á gólfi.
Falleg eign á einstökum stað í Grafarvoginum. Hiti á bílaplani ásamt hita í botnlangagötu. Margir möguleikar með neðri hæðina. Stutt er í alla helstu þjónustu og einnig eru margar fallegar gönguleiðir í kring. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s.868 7048 /
[email protected]----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.