*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***
*** OPIÐ HÚS SEM VERA ÁTTI LAUGARDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 13.00-13.30 ER ÞVÍ AFLÝST ***
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Álfatún 27, 200 Kópavogi. Um er að ræða mikið endurnýjaða og fallega 3ja herbergja íbúð á efstu hæð á þessum eftirsótta stað í Kópavoginum neðst við Fossvogsdalinn. Birt stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands er 88,50 fm. Sérgeymsla á jarðhæð er ekki inni í fermetrum ( er 10,7 m² samkvæmt teikningu) og er eignin því í raun 99.2 m². Frábært útsýni og óbyggt útivistar svæði fyrir framan hús.EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNINGSkipulag eignar: Anddyri, stofa / borðstofa, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXLýsing eignar:Anddyri: Komið er inn í opið anddyri, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð, með gluggum í suðurátt, útgengt er út á stórar suður svalir, parket á gólfi.
Eldhús: Mikið endurnýjað 2023. Falleg hvít Ikea innrétting, borðkrókur, innbyggð uppþvottavél, spanhelluborð og vifta, tvöfaldur ísskápur sem fylgir með, örbylgjuofn og bakaraofn í vinnuhæð, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott, nýr hvítur fataskápur, útgengt út á norður svalir með falleg útsýni, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott, nýr hvítur fataskápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Endurnýjað 2023. Með hvítri innréttingu, spegill með ljósi, upphengt salerni, walk in sturta með hita í gólfi, handklæðaofn, ný vifta, ný blöndunartæki í vask og sturtu, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Er innan íbúðar. Innrétting með vask, hvítar hillur, flísar á gólfi.
Geymsla: Er staðsett á jarðhæð og er hún um 10.7 m² og ekki inni í uppgefnum fermetrum. Góður gluggi er í rýminu og mögulegt að nýta hana sem herbergi/skrifstofu, hillur, dúkur á gólfi.
Sameign: Í sameign er sameiginlegt þvottahús og hjóla- og vagnageymsla.
Garður: Stór garður er við suðurhlið hússins með leiktækjum.
Bílastæði: Merkt bílastæði fyrir íbúðina er undir skyggni hússins.
Húsið: Húsið er 3 hæðir með kjallara og er byggt 1984. Í Álfatúni 27 eru fjórar íbúðir. Húsið er fallega hannað og glæsilegt og hefur fengið gott viðhald.
Staðsetning: Smellið hér.Að sögn eiganda er búið að endurnýja eftirfarandi:
* 2023
Eldhús endurnýjað að mestu leiti: Ný hvít eldhúsinnrétting og borðplata, nýtt spanhelluborð, ný vifta, ný innbyggð uppþvottavél, nýr vaskur og blöndunartæki. Búið er að draga í fyrir nýju rafmagn í eldhúsi.
* 2023 Nýjar gráar flísar á anddyri, eldhúsi og gang.
* 2023 Parket á stofu og svefnherbergjum slípað og lakkað.
* 2023 Ofnar og hitastýriloka endurnýjaðir í öllum herbergjum að undanskildu þvottahúsi.
* 2023 Ný fataskápur í hjónaherbergi og svefnherbergi.
* 2023
Baðherbergi endurnýjað: Ný hvít innrétting, vaskur og blöndunartæki, nýr speglaskápur með ljósi, nýtt upphent salerni, nýtt sturtugler, ný blöndunartæki í sturtu, nýjar flísar á gólfi og veggjum, ný vifta, búið er að draga í fyrir nýju rafmagn í baðherbergi.
* 2023 Ný innrétting, vaskur og blöndunartæki í þvottahúsi.
* 2012 Þakjárn endurnýjað
* 2017-2019 Múrviðgerðir á ytra byrði, málun, endurnýjun svalahandriða / gróðurkerja.
Eignin er staðsett á rólegum stað innst í botnlangagötu við Fossvogsdalinn. Gönguleiðir og náttúra er í framgarðinum. Leikskóli er í bakgarðinum (Grænatún leikskóli) og göngufæri í Snælandsskóla.Fyrirhugað fasteignamat 2024 er 69.100.000 kr.Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected]. ----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.