Hásteinsvegur 5 825 Stokkseyri
Hásteinsvegur 5 , 825 Stokkseyri
51.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 209 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1984 60.950.000 37.750.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 209 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1984 60.950.000 37.750.000 0

Gott fjölskylduhús við Hásteinsveg 5, Stokkseyri.

Eignin telur samtals 209,1fm.  þar af er stór bílskúr 57,8fm.

Anddyri:  Flísalagt með skáp.  Innangengt úr anddyri í þvottahús, bílskúr og út í garð baka til.
Þvottahús:  Rúmgott þvottahús með flísum á gólfi.  Góð innrétting og hillur ásamt vask.
Alrými / Stofa:  Góð lofthæð í stofu. Plastparket á gólfi.   Björt stofa með stórum gluggum til austurs og suðurs.  Útgengt á hellulagða verönd.
Eldhús:  Stórt og rúmgott eldhús, flísar á gólfi,  L - laga eldhúsinnrétting með tengi fyrir uppþvottavél.  Góður borðkrókur.  Pláss fyrir tvöfaldan ísskáp í innréttingunni.
Hjónaherbergi:  Parket á gólfi og stór skápur.
Þrjú barnaherbergi:  Parket á gólfi, lausir skápar í tveimur herbergjum.
Baðherbergi:  Flísalagt, upphengt salerni, sturtuklefi.  Útgengt úr baði út á rúmgóðan pall.

Bílskúr:  Stór og rúmgóður bílskúr, lakkað gólf, inn í bílskúr er herbergi sem hægt er að nýta sem skrifstofu.  Háaloft yfir bílskúr.  Gryfja.  Bílskúrshurðaropnari. 

Baka til við húsið er góður pallur sem er útengt úr baðherbergi og anddyri.  Á pallinum sem er ný viðarvarinn er heitur pottur með hitastýringu inni á baðherbergi.

Lóðin er samtals 850fm. 
Í garðinum eru tveir sólpallar, annar úr við og hinn er hellulagður.  Flaggstöng úr tré.  Fallegt dúkkuhús, teppalagt og með rafmagni. 
Stór malbikuð innkeyrsla.

Húsið ber þess öll merki að vel hafi verið hugsað um það í gegnum tíðina.  Búið er að laga þakið og nýlegir gluggar úr áli ásamt útihurðum.  Fjórir útgangar eru úr húsinu.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Skrifstofa Helgafells: Sími: 566 0000
Rúnar Þór Árnason lgf., sími: 77 55 805 / email: [email protected]

 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.