Urriðakvísl 18 110 Reykjavík (Árbær)
Urriðakvísl 18 , 110 Reykjavík (Árbær)
Tilboð
Tegund Einbýli
StærÐ 466 m2
HERBERGI 9 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 6 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1984 162.050.000 127.100.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 466 m2
HERBERGI 9 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 6 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1984 162.050.000 127.100.000 0

URRIÐAKVÍSL 18, 110 REYKJAVÍK.

GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Á EINSTÖKUM STAÐ.
Teiknað af Helga Hjálmarssyni, arkitekt.


Hér er hægt að fá söluyfirlit sent strax

Stærð hússins er skráð hjá FMR, 466,1 fm. 
Húsið er jarðhæð, miðhæð og ris, samtals 413,2 fm. Auk þess er tvöfaldur 52,9 fm. bílskúr með tveimur rafknúnum bílskúrshurðum og geymslulofti.
Miðhæð:
Komið er inn í rúmgott flísalagt anddyri með frístandandi skáp. Parketlagt eldhús er með stórri eyju, kvars borðplötu, span helluborði, tvöföldum ísskáp með klakavél og kolasíu gufugleypi. Frábær vinnuaðstaða. Óhindrað útsýni frá vinnuaðstöðu og úr borðkrók.
Innangengt af gangi og úr eldhúsi í stóra parketlagða stofu/borðstofu með gólfsíðum gluggum. Þaðan er útgengi á viðarpall til suðurs með nýlegum rafmagnspotti. Pallurinn er á tveimur hæðum með ósnortna náttúru til suðurs og vesturs.
Þvottahús er inn af eldhúsi, flísalagt náttúrsteinum með góðri innréttingu. Þaðan er útgengt á vestursvalir/pall sem liggur meðfram allri vesturhlið hússins. Úr Þvottaherbergi er inngangur í bílskúr.
Eitt parketlagt herbergi er á hæðinni. Baðherbergi er flísalagt með núttúrusteini, upphengdu salerni og sturtuklefa.
Rishæð:
Stór stofa með mikilli lofthæð og góðu birtuflæði. Þakgluggi ("Norðurljósagluggi") nær stafna á milli og setur gríðarlegan svip á efstu hæðina. 
Glæsilegur marmaraarinn er miðja rýmisins. Útgengi er á flísalagðar vestursvalir. EINSTAKT útsýni yfir höfuðborgina til sjávar og fjalla.
Hjónasvítan er einstök og samanstendur af stóru svefnherbergi, fataherbergi með miklu skápaplássi þar sem skápar ná til lofts. Þar innaf er  geymsla lokuð af með tvöfaldri speglahurð. Baðherbergið er stórt og klætt marmaraflísum á veggjum og á gólfi. Tvöföld sturta, tvöfaldur vaskur, upphengt salerni og baðkar. Innrétting á baði er mjög rúmgóð. Hiti er í sérsteyptum handklæðavegg.
Gólfhiti er á allri rishæðinni.
Jarðhæð:
Gengið er á jarðhæð úr holi miðhæðar. Jarðhæð er í dag að mestu nýtt með aðalíbúð hússins. Hún skiptist í 3 stór parketlögð svefnherbergi, baðherbergi með upphengdu salerni, vaski og sturtu, auk mjög rúmgóðrar geymslu.
Þar fyrir utan er íbúð með forstofu, stofu og holi, einu stóru svefnherbergi og góðu eldhúsi. Sérinngangur er í þá íbúð úr garði á vesturhlið hússins. 
Góðir gluggar eru meðfram allri vesturhlið hússins.
Auðvelt er að breyta herbergjaskipan á jarðhæð og útbúa þar tveggja til fjögurra herbergja íbúð, skrifstofurými eða vinnustofu.
Garður:
Garðurinn snýr til suðurs og vesturs og rennur saman við Elliðarárdalinn þar sem húsið er innst í botnlanga og engin byggð við þær hliðar hússins. Tjárækt og skógur er á þrjá vegu. 
Garðurinn er afar skjólsæll og hannaður með lágmarksviðhald að leiðarljósi. Gróðurkassar eru tilbúnir fyrir grænmetisræktun. Miklir pallar bjóða upp á hámarksnýtingu sumarsins. Stór, heitur pottur nýtist vel jafnt að sumri sem vetri. 

Parket  í húsinu er gegnheilt með síldarbeinsmynstri. Parketlagður stigi milli hæða. 
Einn af höfuðkostum hússins er hversu vítt er til veggja, mikil lofthæð og magnað útsýni á þrjá vegu.
Miðað við núverandi skipulag eignarinnar eru sex svefnherbergi, þrennar stofur, fjögur baðherbergi og tvö eldhús.
Tvöfaldur 52,9 fm. bílskúr með steinteppi á gólfi. Tvennar rafknúnarhurðar hurðir og skriðloft/geymsluloft er yfir öllum skúrnum.
Hiti er í plani og stétt. Þak hússins var málað 2020.
Húsið stendur innst í botnlanga og bílastæði eru næg.

Allar frekari upplýsingar veitir Knútur Bjarnason, s: 7755 800, eða í [email protected] 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.