**Eignin er seld og er í fjármögnunarferli*
Helgafell fasteignasala og Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali kynna vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 2.hæð við Álfkonuhvarf 45 í Kópavogi. Húsið hefur verið mikið endurnýjað seinustu árin.Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Nánari lýsing:Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa er björt með parketi á gólfi. Opið rými milli eldhúss og stofu. Gengið út á rúmgóðar flísalagðar suður svalir með dásamlegu útsýni.
Eldhús með fínum innréttingum, tengi fyrir uppþvottavél og flísum á gólfi.
Hjónaherbergi með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi með innréttingu, baðkari með sturtuaðstæðu, handklæðaofni, upphengt salerni, flísar í hólf og gólf.
Þvottahús er innan íbúðar með fínum hillum, vask, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og flísum á gólfi.
Geymsla er 10,4 fm í kjallara með góðum hillum.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er fyrir utan.
Falleg eign á góðum stað í Kópavoginum. Svæðið er barnvænt, fallegar gönguleiðir og stutt í náttúruna. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og einnig eru margar fallegar gönguleiðir í kring. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s.868 7048 /
[email protected]----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.