Hverfisgata 54 101 Reykjavík (Miðbær)
Hverfisgata 54 , 101 Reykjavík (Miðbær)
115.000.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 227 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1978 60.550.000 86.750.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 227 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1978 60.550.000 86.750.000 0

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík.

Falleg og mjög skemmtileg 227 fm. fimm herbergja íbúð á fjórðu hæð. Þar af er er 10,8 fm. geymsla á fyrstu hæð.
Íbúðin er merkt 0401.
Í dag er tveggja herbergja útleiguíbúð við austurenda, með sérinngangi af svölum. Auðvelt að koma eigninni í fyrra horf aftur.

Smelltu hér til að opna söluyfirlit fyrir eignina

Hverfisgata 54 er fjögurra hæða steypt fjölbýlishús með aðkomu/inngangi bæði frá Laugavegi og Hverfisgötu. Byggt árið 1978. 

Gengið er inn um sérinngang. Stórt og bjart stigahús með steyptum teppalögðum stiga og fataskáp.
Furutrégólf  er á allri íbúðina, fyrir utan baðherbergi og þvottahús sem eru flísalögð. Gangur með geymslu, gestasalerni og þvottahús með góðri innréttingu.
Mikil lofthæð gefur eigninni einstakt yfirbragð. Bjart parketlagt eldhús opið við stofu með span helluborði og tvöföldum ísskáp og uppþvottavél sem getur fylgt með, allt eftir nánara samkomulagi. Flísar milli efri og neðri skápa og ofn í vinnuhæð. 
Mikil stofa og gangur með arinn.  Panell í loftum með kösturum þar sem í eru dimmerar að hluta.
Þrjú svefnherbergi, öll með góðum skápum.
Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa, upphengdu salerni og frístandandi vaski. Gott skápapláss.

Í aukaíbúð er stofa, flísalagt baðherbergi með upphengdu salerni, opið eldhús við stofu og eitt svefnherbergi. Innangengt er í íbúðina úr einu svefnherbergi og eins er sérinngangur af svölum.
10,8 fm. sérgeymsla með hillum á fyrstu hæð.

Gengið er beint inn á þriðju hæð hússins af baklóð, með aðkomu frá Laugavegi. Keyrt er um port við Laugaveg 39. Eins er inngangur frá Hverfisgötu.
Fimm merkt sérbílastæði fylgja eigninni. 
Húsið hefur fengið ágætis viðhald að utan, svo sem með málun, múr viðgerð og lagfæringu við tréverk. Þakjárn hefur verið endurnýjað að hluta. 

Ath. samkvæmt nýjum eignaskiptasamning sem er í þinglýsingaferli verður birt stærð eignar 223,5 fm.

EIGN Í 101 REYKJAVÍK, SEM KEMUR Á ÓVART OG BÍÐUR UPPÁ MIKLA MÖGULEIKA.
 
Allar nánari upplýsingar veitir:
Knútur Bjarnason - [email protected], eða í síma 7755 800 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.