Fossabrekka 0 311 Borgarnes
Fossabrekka 0 , 311 Borgarnes
Tilboð
Tegund Lóð
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 13 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 9 7 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 227.870.000 54.484.000 0
Tegund Lóð
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 13 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
4 9 7 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 227.870.000 54.484.000 0

Helgafell fasteignasala ehf. kynnir: EINSTAKT SVEITASETUR

ATH. EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

FOSSABREKKA, 311 BORGARBYGGÐ. 

Smelltu hér til að opna söluyfirlit fyrir eignina

Um er ræða jörðina Fossabrekku sem er um 35 hektara eignarlóð og stendur suðvestan þjóðvegar nr: 508, Skorradalsvegur, og var áður hluti úr jörðinni Mið-Fossum.
Á jörðinni er 219,1 fm. einbýlishús, 75,4 fm. viðbygging, 212,4 fm. hesthús,114,2 fm einbýlishús auk 10,2 fm. geymslu. 

Samtals er birt flatarmál húsanna 631,3 fm., skv. skráningu hjá FMR.
Einbýlishús byggt árið 2000:
Finskt bjálkahús á þremur hæðum. Parket og flísar á gólfum.
Í húsinu erum sex svefnherbergi, eldhús og búr, fimm baðherbergi, tvær stofur, geymsla og þvottahús.
Stórglæsilegur pallur umhverfis húsið. Heitur pottur, sauna og hvíldarherbergi með frístandandi baðkari.
Útihús er samtengt pallinum á skemmtilegan hátt.
Viðbygging við einhbýlishús, byggð árið 2000:
Gólfhiti á flísalögðu gólfi.
Arinnstofa, viðbygging við eldhús og hjónasvíta með rúmgóðu baðherbergi.
Hesthús, byggt árið 2000:
Ein hæð, ásamt haughúsi þar undir.
Alrími, kaffistofa, baðherbergi.
Hesthús/stíur er fyrir 10-12 hesta. Er nýtt sem bíla- og tækjageymsla í dag.
Þrjár bílskúrshurðar.
Útgengi í hestagerði og þaðan beint í beitarhólf. Einstakt tækifæri fyrir hestafólk.
Einbýlishús byggt árið 1915:
Húsið hefur allt verið endurnýjað að utan sem innan.
Þrjár hæðir.
Á jarðhæð er svefnherbergi, baðherbergi og inntaksherbergi.
Á miðhæð er eldhús opið við stofu, borðstofa og svefnherbergi.
Á efstu hæð er bjart alrými.

Jörðin liggur að Andakílsá og fylgir veiðiréttur (8 einingar)
Arður fylgir af veiðiréttindum auk leigutekna fyrir lóð undir veiðihús.

Nálægð við náttúruna með hennar lífsgæðum allt um kring.
Kyrrð og fegurð sveitarinnar í 16 km. fjarlægð frá Borgarnesi. 

Nánari upplýsingar veita:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 7755-800 / [email protected]
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / [email protected] 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.