Kristján og Knútur hjá Helgafell fasteignasölu kynna:
Nýuppgerð glæsileg fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi að Hlíðarhjalla 46, Kópavogi.ÝTTU HÉR TIL FÁ SENT SÖLUYFIRLIT Nánari lýsingKomið er inní anddyri með flísum á gólfi og gólfhita. Úr anddyri er gengið inn í borðstofu og eldhús sem er opið við stofu.
Eldhúsinnrétting er ný. Span helluborð er í eyju sem er 103 cm x 206 cm. með útdraganlegum skúffueiningum.
Í eldhúsi er ofn í vinnuhæð, innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél.
Veggur fyrir ofan eldhúsvask er flísalagður.
Frá eldhúsi er gengið í litla geymslu / búr.
Björt stofa er opin við eldhús og borðstofu og er útgengt úr stofu í garð til suðurs..
Baðherbergi með nýrri innréttingu og nýjum tækjum. Flísalögð sturta í hólf og gólf.
Inn af baðherbergi er rúmgott þvottahús sem einnig er hægt að nýta sem geymslu að hluta, gluggi og opnanlegt fag.
Baðherbergi og þvottahús eru með flísum á gólfi og gólfhita.
Þrjú svefnherbergi, þar af er hjónaherbergið um 17 fm.
Fasteignin afhendist án innihurða og gólfefna fyrir utan nýjar flísar í anddyri, baðherbergi og þvottahúsi.
Allar breytingar í fasteigninni eru unnar af fagmönnum.
Framkvæmdir 2022 og 2023:- Nýjar neysluvatnslagnir.
- Nýir ofnar.
- Rafmagn að mestu endurnýjað og yfirfarið.
- Allir veggir og loft heilspartlaðir.
- Veggir loft og gluggar málaðir.
Þak þarfnast endurbóta og verður það gert upp á kostnað seljenda sem jafnframt eiga allt húsið í dag, bæði efri og neðri hæð.
Eignin er í dag skráð 155,6 fermetrar í opinberri skráningu. Nýr eignaskipatsamningur verður þinglýstur fyrir afhendingu eignarinnar.
Skv. honum verður eignin skráð 118,4 fermetrar með sérgarði og afmörkuðu bílastæði.
Fasteignamat og önnur gjöld munu taka mið af nýjum eignaskiptasamningi.
SÝNUM SAMDÆGURS VIRKA DAGANánari upplýsingar veita:
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / [email protected]
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / [email protected]----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.