HELGAFELL FASTEIGNASALA KYNNIR VEFARASTRÆTI 14ÝTTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLITHÆGT ER AÐ SÝNA EIGNINA MEÐ SKÖMMUM FYRIRVARA.
EIGANDI SKOÐAR AÐ TAKA MINNI EIGN UPPÍ.Glæsileg nýleg þriggja herbergja 116,2 fm. endaíbúð, merkt 0113 á fyrstu hæð í þriggja hæða lyftuhúsi, ásamt stæði í bílageymsluhúsi.
Íbúðin:
Eldhús opið við stofu með borðplötu úr kvartstein. Ofn í vinnuhæð, niðurfelldur vaskur. Eyja með keramik helluborði og kvartsteini. Gufugleypir.
Björt stofa og borðstofa, nýtt parket frá Birgisson. Útgengt á hellulagðan séreignahluta til vesturs.
Tvö svefnherbergi með skápum (11 og 14 fm.), parket frá Birgisson á gólfi.
Flísalagt baðherbergi með kvartssteini í borði, sturtu og upphengdu salerni.
Þvottahús innan íbúðar.
Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá Axis, lýsing frá Lumex.
Húsið: Húsið er staðsteypt, klætt báruáli frá Áltak, þar sem arkitektahönnun fær að njóta sín til fulls. Innsteypt innfelld lýsing undir svölum. Hiti undir steyptri stétt. 41 bílastæði utandyra, 35 stæði í bílageymsluhúsi. Rafmagnsopnanir í anddyrum, póstkassar og mynddyrasími. Teppa-, og flísalögð sameign. Lýsing frá Lumex í sameign. Hljóðplötur í sameign til að dempa hljóð utan íbúðar. Ljósleiðaratenging í smáspennutöflu íbúðar. Góð lofthæð. Bílageymsluhús í sérflokki og stór og góð geymsla inn af bílastæði. Glæsileg lóð og sameign í sérflokki.
Umhverfið: Nálægð við náttúruna og Álafoss-kvosina, perlu Mosfellsbæjar. Stutt er í fallegar gönguleiðir.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2024 er 75.350.000Fyrir nánari upplýsingar:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / [email protected]
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / [email protected]----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.