Selvogsbraut 23 815 Þorlákshöfn
Selvogsbraut 23 , 815 Þorlákshöfn
66.500.000 Kr.
Tegund Raðhús
StærÐ 112 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1976 56.150.000 41.850.000 0
Tegund Raðhús
StærÐ 112 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1976 56.150.000 41.850.000 0
Opið hús: 23. september 2023 kl. 13:00 til 13:30.

Opið hús: Selvogsbraut 23, 815 Þorlákshöfn. Eignin verður sýnd laugardaginn 23. september 2023 milli kl. 13:00 og kl. 13:30.

Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Selvogsbraut 23, 815 Þorlákshöfn. Um er að ræða mikið endurnýjað 3ja herbergja endaraðhús á góðum stað í hjarta Þorlákshafnar. Á suður og vesturhlið er nýr 60 fm yfirbyggður sólpallur með heitum potti. Samkvæmt fasteignaskrá er húsið samtals 112,7 fm. Frábær staðsetning í hjarta Þorlákshafnar, stutt er í alla helstu þjónustu. 

Eignin skiptist í forstofa, stofu / borðstofu, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi / þvottahús, gangur og bílskúr með geymslulofti.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Innan við forstofu er innfeldurskápur. 
Stofa / borðstofa: Stór og björt, útgengi út á 60 fm yfirbyggðan suður vestur sólpall, loft panelklædd, hátt til lofts, parket á gólfi.
Eldhús: Mikið endurnýjað. Með Ikea innréttingu, spanhelluborð, bakaraofn, flísar upp í loft, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott, góðir hvítir fataskápar, parket á gólfi. 
Svefnherbergi: Inn af forstofu er gott herbergi, fataskápur, parket á gólfi,
Baðherbergi / þvottahús: Endurnýjað 2017.  Hvít innrétting og speglaskápur, sturta, handklæðaofn, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísalagt í hólf og gólf.
Gangur: Rúmgóður gangur sem teiknað er sem sjónvarpshol, parket á gólfi.
Bílskúr: Innkeyrsluhurð, rafdrifin bílskúrshurðaopnari, hiti og rafmagn, kalt og heitt vatn, geymsluloft, málað gólf.
Lóð: Stór gróin falleg lóð. Framan við húsið er lóðin hellulögð innkeyrsla. Á baklóð er yfirbyggður 60 suður vestur sólpallur og opin morgunpallur á suðurhlið hússins.
60 fm yfirbyggður sólpallur og morgunpallur: Árið 2022 var byggður 60 fm yfirbyggður sólpallur á suður og vesturhlið, pallurinn er opnanlegur á vesturhlið og hægt er að skipta pallinum í tvennt með hurð á milli suður og vesturhliðar. Heitur pottur er á suðurhlið. Lagt hefur verið fyrir rafmagni þ.e. ljósum og innstungum. Í loftinu eru hitalampar sem fylgja ekki með. Á suðurhliðinni er sólpallurinn opin að hluta. 

Búið að endurnýja síðustu ár m.a.:
* Gluggar / gler (plast) hafa verið endurnýjaðir að undanskildu gluggum í eldhúsi og forstofuherbergi. Aðalhurð og hurð út á sólpall endurnýjuð (plast).
* 2008 Þakjárn endurnýjað.
* 2017 Baðherbergi endurnýjað að mestu leiti. Vatnslagnir í baðherbergi endurnýjaðar. 
* 2021 Eldhús endurnýjað: Ný Ikea innrétting, nýr bakarofn og spanhelluborð, nýjar flísar upp í loft, nýr vaskur og blöndunartæki, vatnslagnir endurnýjaðar í eldhúsi.
* 2022 Nýjar loftaplötur í eldhúsi og gang, rafmagn endurnýjað í loftinu og sett innfelld lýsing
* 2022 Nýtt parket í stofu / borðstofu, eldhúsi, gang og svefnherbergjum.
* 2022 Nýjar innihurðir.
* 2022 - 2023 Nýir fataskápar í svefnherbergjum.
* 2023 Nýr skápur í gang við forstofuhurð. 
* 2022 Ný hvít innrétting og vaskur í baðherbergi og tveir hvítir skápar.
* 2022 Nýr sturtuklefi í baðherbergi.
* 2022 Nýjar flísar í forstofu. 
* 2022 Ný rafmagnstafla.
* 2022 Ný rafmagnstafla í bílskúr.
* 2022 Garður hellulagður að framan að hluta. 
* 2022 Nýr yfirbyggður 60 fm sólpallur, lagt fyrir rafmagni í ljós og innstungur.
* 2022 Nýr heitur pottur, nýr rafdrifin loki, ný hitastýring í bílskúr.
* 2022 Búið er að yfirfara og endurnýja hitagrind í bílskúr að mestu leiti. 

Hér er um að ræða einstaklega áhugaverða og vel staðsetta eign miðsvæðis í Þorlákshöfn. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected]

Þorlákshöfn:

Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.