Ægisíða 123 107 Reykjavík (Vesturbær)
Ægisíða 123 , 107 Reykjavík (Vesturbær)
54.500.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 50 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1947 22.950.000 40.350.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 50 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1947 22.950.000 40.350.000 0

Kristján og Knútur hjá Helgafell fasteignasölu kynna:

ÆGISÍÐA 123, 107 REYKJAVÍK.

Björt og falleg tveggja herbergja mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð, að hluta undir súð í þríbýlishúsi.  

Íbúð merkt 0202. Stór sameiginlegur garður.
Birt stærð eignar er skráð 50,4 fm. 

ÝTTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT 

Nánari lýsing.
Komið er inn um sameiginlegan stigagang með einni annari íbúð. Inngangur er bakvið hús. Sameiginlegt þvottahús er fyrir þessar 2 íbúðir þar sem hvor íbúð er með sína vél.
Anddyri með parketi á gólfi og fatahengi.
Harðparket frá PARKA og flísar frá VÍDD. Innfeld loftlýsing að hluta.
Allt nýtt í eldhúsi, flísar á gólfi, gufugleypir, uppþvottavél, ný borðplata og keramik helluborð. Eldhús opið við stofu. 
Ísskápur og uppþvottavél fylgja með.
Stofan er björt og falleg með gluggum á tvo vegu. Parket á gólfi.
Flísalagt baðherbergi með baðkari, upphengdu salerni og góðu skápaplássi. 
Rúmgott svefnherbergi með parketi og stórum innbyggðum fataskáp.
Allt nýtt í rafmagni.
Sér geymsla með hillum tilheyrir eigninni.

Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2024 er 45.050.000,- kr.
Hægt er að sýna eignina með skömmum fyrirvara. Vinsamlega bókið skoðun.

Mjög góð staðsetning við Ægisíðu í Reykjavík.
Stutt er í alla verslun og þjónustu. Fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjóinn. Íþróttasvæði og sundlaug í næsta nágrenni. Leikskóli og grunnskóli í göngufjarlægð.

2021 - Endurbætur á Ægisíðu 123
Allar endurbætur unnar af fagmönnum, smiðum, rafvirkja, pípara.
 
- Skipt um járn á þaki - einangrað, sperrur og klæðning endurnýjuð, þar sem þurfti.
- Þakgluggar endurnýjaðir.
- Suðurgluggi í stofu endurnýjaður, aðrir gluggar í lagi.
- Sólbekkir endurnýjaðir í stofu og svefnherbergi.
- Skipulagi íbúðar breytt.
- Allar klæðningar á veggjum og loftum endurnýjaðar. Klætt með gipsi í stofu, svefnherbergi og gangi, rakaþolnar spónarplötur í eldhús og bað.
- Dregið í nýtt rafmagn, tafla endurnýjuð og sett upp millitafla fyrir eldhús.
- Innfelld ljós í eldhúsi.
- Allar lagnir og frárennsli fyrir bað og eldhús endurnýjaðar.
- Harðparkett úr Parka sett á stofu, gang og herbergi og nýjar flísar frá Vídd á eldhús og bað.
- Öll íbúðin máluð.
- Nýjar innréttingar og tæki í eldhúsi og baði.
- Nýjar hurðir fyrir bað og svefnherbergi.

Nánari upplýsingar veita:
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / [email protected] 
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / [email protected]

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.