Kaplaskjólsvegur 41 107 Reykjavík (Vesturbær)
Kaplaskjólsvegur 41 , 107 Reykjavík (Vesturbær)
34.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 33 m2
HERBERGI 1 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1957 16.900.000 33.500.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 33 m2
HERBERGI 1 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1957 16.900.000 33.500.000 0

**** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***

Hólmar Björn Sigþórsson lgf og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu fallega stúdíóíbúð á jarðhæð á frábærum stað við Kaplaskjólsveg 41, 107 Reykjavík. Göngufæri er í leikskóla, grunnskóla, íþróttaiðkun, sundlaug, kaffihús og verslanir. Góðir göngu- og hjólastígar eru um hverfið.


FRÁBÆR FYRSTU KAUP.

Eignin skiptist í forstofu, í alrými er stofa / borðstofa / svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin samtals 33,2 fm. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Nánari lýsing eignar: 
Forstofa: Komið er inn í parketlagða forstofu með fatahengi
Eldhús: Með fallegri eikarinnréttingu, helluborð og bakaraofn, ísskápur sem fylgir með, gluggi, parket á gólfi.  
Stofa / borðstofa / svefnherbergi: Í björtu og rúmgóðu alrými með tveimur gluggum er stofa / borðstofa og svefnherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi: Inna af forstofu, sturta, flísar á gólf og veggjum. 
Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi: Á sömu hæð er sameiginlegt þvottahús, þvottavél og þurrkari (bilaður) í eigu seljanda fylgir með.
Hjóla- og vagnageymsla: Sameiginleg, á sömu hæð.
Sameign: Stigagangur er snyrtilegur og nýlegt teppi fyrir framan íbúð.
Lóðin: Sameiginleg gróin 3.583 fm lóð. 
Húsið: Kaplaskjólsvegur 37,39 og 41 er fjórlyft steinsteypt hús með kjallara. Í húsinu þrír stigagangar með samtals 27 íbúðum, tvær íbúðir á hverri hæð og íbúð í kjallara. 

Eigandi er tilbúinn að láta hluta af innbúinu fylgja með. 

ATHUGIÐ AÐ SELJANDI HEFUR EKKI BÚIÐ Í HÚSINU OG ÞEKKIR Þ.A.L. EKKI ÁSTAND HENNAR TIL HLÍTAR. KAUPENDUR ER ÞVÍ HVATTIR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA MEÐ ÞAÐ Í HUGA OG LEITA SÉR AÐSTOÐAR FAGMANNS.

Björt og falleg stúdíóíbúð. Frábær og eftirsótt staðsetning miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, sundlaug, verslanir, veitingastaði og aðra þjónustu. Göngufæri í miðbæinn. Falleg eign sem vert er að skoða - frábær fyrstu kaup. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða [email protected].

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.