Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölum fallegt og vel skipulagt 3 herbergja miðjuraðhús með innbyggðum bílskúr að Gyðugötu 3. Samkvæmt fasteignaskrá er birt stærð eignar er 129,6 fm og þar af er bílskúr 27,3 fm. Húsið er hluti af Gyðugötu 1- 5 sem eru þrjú raðhús sem staðsett eru í Vesturbyggð sem er glænýtt hverfi í vestur jaðri Þorlákshafnar.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX
EIGNIN AFHENDIST Á BYGGINGARSTIGI 3 - FULLGERÐ BYGGING AÐ UTAN OG TILBÚIN TIL INNRÉTTINGAR - ÞANN 1. NÓVEMBER 2024 - VERÐ KR. 65.000.000 MILLJÓNIR.
EIGNIN AFHENDIST Á BYGGINGARSTIGI 4 - FULLGERÐ BYGGING - ÞANN 30. DESEMBER 2024 - VERÐ KR. 77.000.000 MILLJÓNIR. Skipulag eignarinnar: Anddyri, tvö svefnherbergi, stofa / borðstofa og eldhús í opnu alrými, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Skilalýsing á byggingarstig 3 - fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingar:
Frágangur utanhúss:• Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með hvítu bárujárni og með bambusvið í innfellingum.
• Svartar vindskeiðar verða komnar og fúavarðar.
• Þakrennur og niðurföll verða frágengin.
• Svartir gluggar og hurðir verða fullfrágengin og glerjað.
• Aksturshurð verður í bílskúrum.
• Lóðin verður grófjöfnuð, ruslatunnuskýli verða komin
Frágangur innanhúss:• Kraftsperrur eru í húsinu og öll loft niðurtekin.
• Ísteyptar hitalagnir verða í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir hita frágengin, vatnslagnir komnar í veggi.
• Rafmagn verður frágengið í töflu og tenglar og rofar komnir.
• Allir milliveggir verða komnir og verða klæddir með nótuðum spónaplötum og loftin klædd með loftaþiljum. Sparslað yfir hefti og ójöfnur og grunnað í hvítum lit.
Kaupendur geta í samráði við eiganda óskað eftir breytingu á skilalýsingu s.s. við val á gólfefnum, innréttingum og annað. Einnig er hægt að semja um að fá eignina á öðrum byggingarstigum en tiltekið er. Almennt:Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald þegar það er lagt á við endanlegt brunabótamat.
Byggingaraðili: Hrímgrund ehf.
Vakin er athygli á því að myndir í auglýsingu eru tölvuteiknaðar og endurspegla ekki alveg endanlegt útlit með tilliti til smáatriða og lita.Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected].
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir eins og hálfs árs til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.