Sambyggð 16 815 Þorlákshöfn
Sambyggð 16 , 815 Þorlákshöfn
39.800.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 62 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2002 32.800.000 28.150.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 62 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2002 32.800.000 28.150.000 0

Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna fallega 3ja herbergja endaíbúð með sérinngangi á jarðhæð í snyrtilegu tveggja hæða fjölbýlishúsi. Eignin er samkvæmt fasteignaskrá Íslands samtals 62 fm. Frábær fyrstu kaup. 

Eignin skiptist í anddyri, stofu og eldhús í opnu alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi, gang og geymslu. Í sameign er sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST

Nánari lýsing: 
Anddyri: Með dúk á gólfi. 
Eldhús: Í alrými, hvít innrétting, eldavél/helluborð, háfur, borðkrókur, dúkur á gólfi. 
Stofa: Í alrými, útgengi út á 5,4 fm suður verönd, dúkur á gólfi. 
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi, góðir hvítir fataskápar, dúkur á gólfi. 
Svefnherbergi: Gott svefnherbergi, skápur, dúkur á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítri innréttingu, sturtuklefi, dúkur á gólf og veggjum. 
Gangur: Dúkur á gólfi. 
Geymsla: Við útidyrahurð inn í íbúð er 5 fm. sérgeymsla. 
Sameign: Sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla. Í þvottahúsi eru 2 sameiginlegar þvottavélar og 1 þurrkari. 
Húsið: Húsið er steypt og byggt 2002 og er á tveimur hæðum, 9 eignir eru í húsinu. Húsið er mjög snyrtilegt. 
Lóð: Sameiginleg lóð er samtals 2169,6 fm. Bílastæði eru malbikuð og göngustígar hellulagðir, bílastæðin er 18 og eru í sameign allra. Garðurinn er tyrfður. Sér verönd er hellulögð.

GÓÐ EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA - TILVALIN FYRSTU KAUP - ER VEL STAÐSETT, STUTT ER Í SKÓLA, LEIKSKÓLA, ÍÞRÓTTAAÐSTÖÐU OG VERSLANIR. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veita:
Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s: 893-3276 eða á netfangið [email protected]

Þorlákshöfn:
Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.  

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.