Ólafsvellir 29 825 Stokkseyri
Ólafsvellir 29 , 825 Stokkseyri
59.500.000 Kr.
Tegund Raðhús
StærÐ 105 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2020 61.600.000 52.050.000 0
Tegund Raðhús
StærÐ 105 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2020 61.600.000 52.050.000 0

Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynnir í einkasölu fallegt 4ra herbergja miðjuraðhús á einni hæð að Ólafsvöllum 29, 825 Stokkseyri. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin er 105,5 fm.  Frábær staðsetning í nýlegu hverfi í jaðri byggðar innarlega í botnlangagötu. 

Eignin skiptist í anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, gangur, þrjú svefnherbergi, fataherbergi, tvö baðherbergi (þvottahús) og geymsla.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Nánari lýsing:
Anddyri:
Með fatahengi, flísar á gólfi. 
Stofa / borðstofa: Í alrými er rúmgóð og björt stofa/borðstofa, útgengi út á ca. 50 fm suður timbur sólpall, parket á gólfi. 
Eldhús: Í alrými er eldhús með fallegri brúnni innréttingu frá Ikea, 2 bakaraofnar, stórt spanhelluborð, uppþvottavél og ísskápur sem fylgja með, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum glugga sem vísar í suður að sólpallinum. Inn af herberginu er fataherbergi með hvítum fataskápum og inn af því er baðherbergi.
Svefnherbergi 2: Gott parketlagt herbergi, hvítur fataskápur. 
Svefnherbergi 3: Gott parketlagt herbergi, hvítur fataskápur. 
Baðherbergi / þvottahús: Rúmgott baðherbergi með hvítri innrétting með 2 vöskum, walk in sturtu, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, fibo plötur á veggjum og flísar á gólfi. 
Baðherbergi 2: Inna af hjónaherbergi, með hvítri innréttingu, walk in sturta, upphengt salerni, fibo plötur á veggjum og flísar á gólfi.
Geymsla: Er við hliðina á alrýminu, fataskápur, hillur, parket á gólfi. 
Lóð: Framan við húsið er möl í bílaplani og á baklóð er þökulögð lóð og ca. 50 fm. sólpallur.
Húsið: Húsið er byggt 2020 og er timburhús klætt með rauðu bárujárni, hiti er í gólfi í öllu húsinu og hitastýringar í flestum herbergjum, innfelld lýsing í loftum og aukin lofthæð í flestum rýmum.  

Um er að ræða vel skipulagða og fallega eign innarlega í botnlanga í nýju hverfi austarlega á Stokkseyri. Leikskóli er í u.þ.b. tveggja mínútna göngufjarlægð og grunnskólinn í u.þ.b. tíu mínútna göngufjarlægð frá húsinu. Eign sem vert er að skoða. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða [email protected].

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.