Eyrarholt 5 220 Hafnarfjörður
Eyrarholt 5 , 220 Hafnarfjörður
66.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 114 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1992 52.050.000 62.100.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 114 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1992 52.050.000 62.100.000 0

Helgafell fasteignasala kynnir til sölu fjögurra herbergja 114,6fm. endaíbúð á annarri hæð við Eyrarholt 5 í Hafnarfirði til sölu:

Húsið er staðsteypt og byggt 1992 með átta íbúðum og sérmerktum stæðum fyrir hverja íbúð.

Falleg fjölskyldueign í barnvænu hverfi þar sem stutt er í skóla- og leikskóla.  Golfklúbburinn Keilir er í göngufæri.

Lýsing eignar:
Anddyri
er með flísum á gólfi og fatahengi.
Stofa: Mjög rúmgóð og björt - með harðparket á gólfi og útgengi út á suður-svalir.  Stofan var stækkuð af núverandi eigendum með léttum vegg á kostnað herbergjagangs.
Eldhús: Upprunaleg eldhúsinnrétting sem hefur verið máluð á snyrtilegan hátt.  Eldhúsið er hálfopið með aðgengi úr herbergisgangi og stofu.  Tengi fyrir uppþvottavél.  Við hlið eldhúss er góður og bjartur borðkrókur.
Hjónaherbergi: Harðparket á gólfi og skápur.
2 x barnaherbergi: Harðparket á gólfi og fataskápar.
Baðherbergi: Upprunalegt með máluðum dúk á gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu.  Gluggi á baði.
Þvottahús: Dúkur á gólfi, pláss fyrir þvottavél og þurrkara.  Vaskur í þvottahúsi. Gluggi í þvottahúsi.
Sér geymsla í sameign með hillum og glugga, skráð 6,8fm. sem er partur af heildarstærð íbúðarinnar.

Snyrtileg sameign með hjóla- og vagnageymslu. 
Í hjólageymslunni eru kranar sem hægt er að tengja við slöngu til að þrífa bíla.

Íbúðin er með glugga á fjóra vegu. Nýlega er búið að setja flæðandi harðparket á alla íbúðina, einnig er búið að setja nýja rofa og slökkvara í alla íbúðina.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Skrifstofa Helgafells:  Sími 566 0000

Rúnar Þór Árnason lgf., sími: 775 5805 / email: [email protected]

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.