Bláengi 5A 816 Ölfus
Bláengi 5A , 816 Ölfus
70.000.000 Kr.
Tegund Parhús
StærÐ 175 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2023 0 46.000.000 0
Tegund Parhús
StærÐ 175 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2023 0 46.000.000 0

BLÁENGI 5A
Nýtt parhús á fallegum stað í Ölfusi.

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

Húsið er 5 herbergja (4 svefnherbergi), 175,1 fm. þar af er bílskúr 37,8 fm. 
Eignin skilast á byggingastigi 5 (skv. ÍS-51-2001 staðli). ATH. Nema ef um annað er samið
Bláengi er innan við 2 kílómetra frá Hveragerði.

Í SAMRÁÐI VIÐ BYGGINGARAÐILA ER HÆGT AÐ FÁ EIGNINA AFHENTA STYTTRA, EÐA LENGRA KOMNA, EN SEM NEMUR BYGGINGASTIGI 5.
 

Eignin skiptist í:
Forstofu
Fjögur svefnherbergi 
Tvö baðherbergi 
Rúmgott þvottahús
Eldhús opið við stofu  
Innbyggður 37,8 fm. bílskúr.
Húsið er timburhús á einni hæð á staðsteyptum sökkli.
Húsið hvílir á þjappaðri fyllingu. Botnplata er staðsteypt með innsteyptum gólfhitalögnum.
Lóð og bílaplan verða grófjöfnuð. Búið verður að ganga frá frárennslis og ídráttarlögnum að heitum potti á garðpalli.

Frágangur utanhúss: (sjá nánar í skilalýsingu, nema ef um annað er samið)
Útveggir: Timburgrind, klætt að utan með hvítri og grári ál báruklæðningu
Þak: Hefbundið kraftsperruþak með valma. Aluzink þakklæðning, þakrennur eru utanáliggjandi.
Gluggar og útihurðir: Gluggar og hurðir eru pvc frá Gluggavinum, hvítir að innan en dökkgráir að utan.
Bílskúrshurð er frá Héðins hurðum ásamt rafdrifnum bílskúrshurðaropnara. 
Aðgengi og lóð: Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð. 

Frágangur innanhúss: (sjá nánar í skilalýsingu, nema ef um annað er samið)
Gólf: Gólf eru afrétt en gera má  ráð fyrir óverulegri flotun.
Veggir og loft: Veggir skilast með plötuklæðningu tilbúnir undir spörtlun og málun. Hurðargöt miðast við yfirfelldar hurðir.
Loft innan íbúða eru með tvöfaldri raflagnagrind, klædd með einföldu gifslagi.
Hitalögn: Botnplata með innsteyptum gólfhitalögnum, gólfhiti verður tengdur en án stýringa.
Rafmagn: Búið verður að leggja ídráttarrör og dósir í botnplötu auk milliveggja og draga fyrir vinnurafmagni. Aðaltafla verður komin en ófrágengin.

Annað: 
Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita og gatnagerðargjöld.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótamat (0,3%)

Byggingaraðili er Gunnar Albert Traustason húsasmíðameistari.

Nánari upplýsingar veita:
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali s: 898-6822 / [email protected]
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / [email protected]

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.